Birta Georgsdóttir: Við gerðum þetta saman Árni Jóhannsson skrifar 1. júní 2022 21:47 Birta Georgsdóttir (28) fagnar með liðsfélögum sínum en hún átti stórleik þegar Afturelding var lögð af velli. Vísir/Diego Það er á engan hallað þegar sagt er að Birta Georgsdóttir hafi verið maður leiksins í kvöld þegar Breiðablik lagði Aftureldingur 6-1 á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Birta skoraði eitt markanna og lagði upp þrjú fyrir liðsfélaga sína á leið liðsins að sigri í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00