Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 08:31 Martin Hermannsson og félagar í Valencia enduðu í 3. sæti deildakeppninnar á Spáni en féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum, með tapi í leiknum sem Martin meiddist í. vísir/bára Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“ Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira