Skoskur úrvalsdeildardómari kemur út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 17:00 Craig Napier, dómari og læknir. BBC Knattspyrnudómarinn Craig Napier hefur opinberað að hann sé samkynhneigður. Napier hrósaði hinum unga Jake Daniels, leikmanni Blackpool, fyrir að taka skrefið og koma út úr skápnum. Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu. Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu.
Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira