„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Bala Kamallakharan stofnaði Startup Iceland árið 2009 og er þekkt nafn í umhverfi nýsköpunar. Allt hófst þetta þó í kjölfar þess að Bala varð ástfanginn. Vísir/Vilhelm Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. Get ég fengið að hitta Bala? Hvernig kemst ég í tæri við Bala? Þekkir þú Bala og getur tengt okkur? Er Bala að skoða fjárfestingar núna? Við þyrftum að reyna að fá að hitta Bala. Bala er hagfræðingur frá Indlandi, sem menntaði sig í Bandaríkjunum. Hann heitir fullu nafni Bala Kamallakharan og er sá sem stofnaði og hefur staðið að baki Startup Iceland viðburðarins frá árinu 2009. Startup Iceland 2022 hefst í dag klukkan hálf níu í Hörpu. Þar gefst frumkvöðlum færi á að kynna nýjar og spennandi hugmyndir sem verið er að vinna að, á milli þess sem íslenskir og erlendir reynsluboltar úr umhverfi nýsköpunar- og atvinnulífs miðla af reynslu sinni. „Startup Iceland hefur sömu áhrif fyrir frumkvöðla og Woodstock hátíðin hafði fyrir tónlistarunnendur,“ segir Bala. En allt hófst þetta þó með ástinni. Tvöfalt brúðkaup Þegar Bala var í náminu sínu í Baton Rouge, Louisiana í Bandaríkjunum, kynntist hann eiginkonu sinni, Ágústu Berg. Eftir það var ekki aftur snúið og má segja að vegferðin til Íslands hafi hafist þá. Ágústa var í meistaranámi í markaðsfræði og um aldamótin ferðuðust þau saman til Íslands til að kynna Bala fyrir fjölskyldu Ágústu. Skötuhjúin giftu sig árið 2001 og má segja að það hafi svo sannarlega verið brúðkaup með pompi og prakt. Því Ágústa og Bala giftu sig bæði á Indlandi og á Íslandi. Elsta dóttir Ágústu og Bala fæddist síðan árið 2003 og segir Bala að það hafi verið fljótlega eftir það sem fyrstu hugmyndir kviknuðu um að flytjast til Íslands og ná þannig að vera nær fjölskyldu Ágústu. Bala er hagfræðingur frá Indlandi. Þegar hann var í náminu sínu í Bandaríkjunum kynnist hann eiginkonu sinni Ágústu Berg en þegar þau fluttu til Íslands fór Bala að vinna í bankageiranum. En síðan kom hrunið. Vísir/Vilhelm Tengslamyndun getur leitt svo margt af sér Bala hefur góða reynslu af því, hvað getur gerst þegar fólk safnast saman á sama stað og byrjar að spjalla. Það má því kannski segja að þetta verkefni hans að vera sífellt að leiða saman frumkvöðla, fjárfesta og annað fólk í heimi nýsköpunar, sé engin tilviljun. Því oft gerist eitthvað í kjölfar þess að fyrir tilviljun hittum við einhvern að tali, einhvers staðar. Þannig var það hjá Bala því bróðir Ágústu og mágur hans, Sigfús Sigurðsson er enginn annar en okkar eini sanni Fúsi sem lengi keppti með íslenska landsliðinu í handbolta. Árið 2004 héldu Ágústa og Bala á Ólympíuleikana í Aþenu í Grikklandi, til að hvetja Fúsa og íslenska liðið áfram til dáða. Þar hitti Bala fyrir tilviljun Bjarna Ármannsson, sem þá var forstjóri Íslandsbanka og spjölluðu þeir saman dágóða stund. Síðar, þegar Bala og Ágústa voru farin að huga meira að því að flytja til Íslands, leitaði Bala til vinkonu þeirra hjóna, Steinunni Þórðardóttir, sem þá starfaði hjá Íslandsbanka. „Steinunn hafði trú á því að reynslan og þekkingin mín af því að hafa starfað sem stjórnunarráðgjafi ýmissa stórfyrirtækja í Bandaríkjunum, gæti mögulega nýst vel í þeirri alþjóðavæðingu sem Íslandsbanki var að vinna að þá.“ Úr varð að Bjarni og Bala hittust þegar Bjarni var á ferðarlagi í Washington haustið 2005. Á sama tíma og fellibylurinn Ríta skall á Houston í Texas. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður starfaði á þeim tíma á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og segir í frétt þegar hann lýsir andrúmsloftinu á flugvellinum í Houston að fólk hafi verið kvíðið og hrætt og allir að reyna að flýja. Enda aðeins nokkrar vikur frá því að fellibylurinn Katrína reið yfir Flórída. Ég hitti Bjarna í Washington þessa sömu viku og fellibylurinn Ríta reið yfir. Það er reyndar löng saga sem tengist þessari fundarviku okkar en ég bíð með að segja frá henni í bili. Það sem kom út úr fundi okkar Bjarna var hins vegar að hann gerði mér starfstilboð sem ég þáði. En auðvitað byrjaði þetta vegna þess að ég varð ástfanginn.“ Klukkan hálf níu hefst ráðstefnan Startup Iceland 2022 í Hörpu. Dagskráin ýkur í fyrramálið þegar ráðstefnugestum gefst tækifæri til að hitta og ræða við marga af lykilfyrirlesurum dagsins í HR. Vísir/Vilhelm Snemma heillaður af nýsköpun í tækni Bala nam hagfræði með sérstaka áherslu á upplýsingakerfi. Þegar Bala starfaði fyrir Ernst & Young í Bandaríkjunum, sameinaðist starfstöðin hans fyrirtækinu Capgemini, sem tók yfir reksturinn. Fyrirtækið Capgemini er alþjóðlegt fyrirtæki sem er leiðandi á sviði stafrænna lausna og innleiðinga þeirra. „Í kjölfar kaupa Capgemini á starfstöðinni minni hjá Ernst & Young, fór ég að sinna mikið verkefnum sem fólust í því að innleiða tæknilausnir fyrir stór fyrirtæki. Mörg þessara fyrirtækja voru stórfyrirtæki á lista Fortune 500. Ég man það alltaf sérstaklega þegar að ég var að vinna verkefni fyrir HP og var þá staðsettur á skrifstofu Capgemini í Kaliforníu. Höfuðstöðvar Apple voru bara í næstu götu og þangað horfði ég oft hýru auga. Það sama var með ýmsa nýsköpun og tæknilausnir sem frumkvöðlar í Sílikondal voru að stíga fram með og kynna. Mér fannst þessi tækniheimur mjög heillandi,“ segir Bala en bætir við: „En ég tók þó aldrei það skref að kasta mér sjálfur í djúpu laugina á þessum tíma. Því þarna er ég í frábæru starfi hjá góðu fyrirtæki og hafði yfir höfuð notið mikillar velgengni í mínum starfsframa.“ En áhugann og ástríðuna fyrir nýrri tækni og lausnum, tók Bala þó með sér til Íslands þegar fjölskyldan flutti þangað. Og lagði áherslu á að horfa sérstaklega til tæknilausna í öllum þeim verkefnum sem hann kom að hjá Íslandsbanka, sem þá hafði reyndar breytt um nafn og varð að Glitni. Þegar Bala rifjar upp þennan tíma hjá bankanum, segir hann að mörg verkefnin sem hann fékk tækifæri til að vinna að, hafi verið afar áhugaverð og lærdómsrík. Vorið 2008 hlaut Bala stöðuhækkun sem fólst í því að hann átti að leiða uppbyggingu Glitnis á Indlandsmarkaði. „En við vitum svo sem öll hvað gerðist í október 2008,“ segir Bala. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar Bala og Ágústa höfðu flutt með fjölskylduna til Mumbai í Indlandi vegna starfs Bala. Það var þó skammvinn dvöl. „Ég var rekinn eins og allir aðrir í sambærilegum stöðum hjá bankanum. En var svo heppinn að vera ráðinn sem tímabundinn verktaki fyrir slitastjórn Glitni. Þar starfaði ég í átta mánuði en vissi að þeim tíma loknum að ég vildi hætta og fara að gera eitthvað annað.“ En staðan eftir hrun var vægast sagt erfið á Íslandi. Ég reyndi mikið að fá einhverja vinnu og sótti um alls kyns störf. En fólk hristi bara höfuðið og sagði kurteisilega Nei. Þetta voru samt svo skrýtnir tímar því oft þegar ég var að fylgjast með öllu sem var að gerast í samfélaginu, fékk ég á tilfinninguna að frá Íslandi gætum við nánast gert allt sem við vildum. Ef við bara töluðum saman.“ Að sögn Bala má segja að hugmyndin að Startup Iceland hafi fæðst á þessum tíma. „Það var enginn á þessum tíma að nota orð eins og frumkvöðlar eða þekktu til viðburða eins og Startup. En ég sá strax tækifærin fyrir Ísland, sérstaklega á sviði tæknilausna og uppbyggingu tæknifyrirtækja. Ég setti mér það sem markmið á þessum tíma að mitt verkefni yrði hér eftir að tala fyrir nýsköpun og tengja fólk saman.“ Nú, þrettán árum síðar þarf enginn að spyrja út á hvað viðburðurinn Startup Iceland gengur. Enda er þetta stór og mikilvægur viðburður í heimi nýsköpunar á Íslandi. Eins og áður segir hefst dagskrá Startup Iceland klukkan 8.30 í Hörpu. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá HÉR en henni lýkur með sérstökum umræðufundi ráðstefnugesta við lykilfyrirlestra á milli klukkan 9-12 í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Síðar í júní, mun Bala deila með okkur góðum ráðum fyrir frumkvöðla sem vilja hitta fjárfesta og ráðum fyrir fjárfesta sem eru að skoða og meta nýsköpunarverkefni sem fjárfestingar. Við munum einnig heyra nánar af þeim nýsköpunarverkefnum sem Bala sjálfur fór að fjárfesta í, fljótlega eftir hrun. Nýsköpun Tækni Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Get ég fengið að hitta Bala? Hvernig kemst ég í tæri við Bala? Þekkir þú Bala og getur tengt okkur? Er Bala að skoða fjárfestingar núna? Við þyrftum að reyna að fá að hitta Bala. Bala er hagfræðingur frá Indlandi, sem menntaði sig í Bandaríkjunum. Hann heitir fullu nafni Bala Kamallakharan og er sá sem stofnaði og hefur staðið að baki Startup Iceland viðburðarins frá árinu 2009. Startup Iceland 2022 hefst í dag klukkan hálf níu í Hörpu. Þar gefst frumkvöðlum færi á að kynna nýjar og spennandi hugmyndir sem verið er að vinna að, á milli þess sem íslenskir og erlendir reynsluboltar úr umhverfi nýsköpunar- og atvinnulífs miðla af reynslu sinni. „Startup Iceland hefur sömu áhrif fyrir frumkvöðla og Woodstock hátíðin hafði fyrir tónlistarunnendur,“ segir Bala. En allt hófst þetta þó með ástinni. Tvöfalt brúðkaup Þegar Bala var í náminu sínu í Baton Rouge, Louisiana í Bandaríkjunum, kynntist hann eiginkonu sinni, Ágústu Berg. Eftir það var ekki aftur snúið og má segja að vegferðin til Íslands hafi hafist þá. Ágústa var í meistaranámi í markaðsfræði og um aldamótin ferðuðust þau saman til Íslands til að kynna Bala fyrir fjölskyldu Ágústu. Skötuhjúin giftu sig árið 2001 og má segja að það hafi svo sannarlega verið brúðkaup með pompi og prakt. Því Ágústa og Bala giftu sig bæði á Indlandi og á Íslandi. Elsta dóttir Ágústu og Bala fæddist síðan árið 2003 og segir Bala að það hafi verið fljótlega eftir það sem fyrstu hugmyndir kviknuðu um að flytjast til Íslands og ná þannig að vera nær fjölskyldu Ágústu. Bala er hagfræðingur frá Indlandi. Þegar hann var í náminu sínu í Bandaríkjunum kynnist hann eiginkonu sinni Ágústu Berg en þegar þau fluttu til Íslands fór Bala að vinna í bankageiranum. En síðan kom hrunið. Vísir/Vilhelm Tengslamyndun getur leitt svo margt af sér Bala hefur góða reynslu af því, hvað getur gerst þegar fólk safnast saman á sama stað og byrjar að spjalla. Það má því kannski segja að þetta verkefni hans að vera sífellt að leiða saman frumkvöðla, fjárfesta og annað fólk í heimi nýsköpunar, sé engin tilviljun. Því oft gerist eitthvað í kjölfar þess að fyrir tilviljun hittum við einhvern að tali, einhvers staðar. Þannig var það hjá Bala því bróðir Ágústu og mágur hans, Sigfús Sigurðsson er enginn annar en okkar eini sanni Fúsi sem lengi keppti með íslenska landsliðinu í handbolta. Árið 2004 héldu Ágústa og Bala á Ólympíuleikana í Aþenu í Grikklandi, til að hvetja Fúsa og íslenska liðið áfram til dáða. Þar hitti Bala fyrir tilviljun Bjarna Ármannsson, sem þá var forstjóri Íslandsbanka og spjölluðu þeir saman dágóða stund. Síðar, þegar Bala og Ágústa voru farin að huga meira að því að flytja til Íslands, leitaði Bala til vinkonu þeirra hjóna, Steinunni Þórðardóttir, sem þá starfaði hjá Íslandsbanka. „Steinunn hafði trú á því að reynslan og þekkingin mín af því að hafa starfað sem stjórnunarráðgjafi ýmissa stórfyrirtækja í Bandaríkjunum, gæti mögulega nýst vel í þeirri alþjóðavæðingu sem Íslandsbanki var að vinna að þá.“ Úr varð að Bjarni og Bala hittust þegar Bjarni var á ferðarlagi í Washington haustið 2005. Á sama tíma og fellibylurinn Ríta skall á Houston í Texas. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður starfaði á þeim tíma á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og segir í frétt þegar hann lýsir andrúmsloftinu á flugvellinum í Houston að fólk hafi verið kvíðið og hrætt og allir að reyna að flýja. Enda aðeins nokkrar vikur frá því að fellibylurinn Katrína reið yfir Flórída. Ég hitti Bjarna í Washington þessa sömu viku og fellibylurinn Ríta reið yfir. Það er reyndar löng saga sem tengist þessari fundarviku okkar en ég bíð með að segja frá henni í bili. Það sem kom út úr fundi okkar Bjarna var hins vegar að hann gerði mér starfstilboð sem ég þáði. En auðvitað byrjaði þetta vegna þess að ég varð ástfanginn.“ Klukkan hálf níu hefst ráðstefnan Startup Iceland 2022 í Hörpu. Dagskráin ýkur í fyrramálið þegar ráðstefnugestum gefst tækifæri til að hitta og ræða við marga af lykilfyrirlesurum dagsins í HR. Vísir/Vilhelm Snemma heillaður af nýsköpun í tækni Bala nam hagfræði með sérstaka áherslu á upplýsingakerfi. Þegar Bala starfaði fyrir Ernst & Young í Bandaríkjunum, sameinaðist starfstöðin hans fyrirtækinu Capgemini, sem tók yfir reksturinn. Fyrirtækið Capgemini er alþjóðlegt fyrirtæki sem er leiðandi á sviði stafrænna lausna og innleiðinga þeirra. „Í kjölfar kaupa Capgemini á starfstöðinni minni hjá Ernst & Young, fór ég að sinna mikið verkefnum sem fólust í því að innleiða tæknilausnir fyrir stór fyrirtæki. Mörg þessara fyrirtækja voru stórfyrirtæki á lista Fortune 500. Ég man það alltaf sérstaklega þegar að ég var að vinna verkefni fyrir HP og var þá staðsettur á skrifstofu Capgemini í Kaliforníu. Höfuðstöðvar Apple voru bara í næstu götu og þangað horfði ég oft hýru auga. Það sama var með ýmsa nýsköpun og tæknilausnir sem frumkvöðlar í Sílikondal voru að stíga fram með og kynna. Mér fannst þessi tækniheimur mjög heillandi,“ segir Bala en bætir við: „En ég tók þó aldrei það skref að kasta mér sjálfur í djúpu laugina á þessum tíma. Því þarna er ég í frábæru starfi hjá góðu fyrirtæki og hafði yfir höfuð notið mikillar velgengni í mínum starfsframa.“ En áhugann og ástríðuna fyrir nýrri tækni og lausnum, tók Bala þó með sér til Íslands þegar fjölskyldan flutti þangað. Og lagði áherslu á að horfa sérstaklega til tæknilausna í öllum þeim verkefnum sem hann kom að hjá Íslandsbanka, sem þá hafði reyndar breytt um nafn og varð að Glitni. Þegar Bala rifjar upp þennan tíma hjá bankanum, segir hann að mörg verkefnin sem hann fékk tækifæri til að vinna að, hafi verið afar áhugaverð og lærdómsrík. Vorið 2008 hlaut Bala stöðuhækkun sem fólst í því að hann átti að leiða uppbyggingu Glitnis á Indlandsmarkaði. „En við vitum svo sem öll hvað gerðist í október 2008,“ segir Bala. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar Bala og Ágústa höfðu flutt með fjölskylduna til Mumbai í Indlandi vegna starfs Bala. Það var þó skammvinn dvöl. „Ég var rekinn eins og allir aðrir í sambærilegum stöðum hjá bankanum. En var svo heppinn að vera ráðinn sem tímabundinn verktaki fyrir slitastjórn Glitni. Þar starfaði ég í átta mánuði en vissi að þeim tíma loknum að ég vildi hætta og fara að gera eitthvað annað.“ En staðan eftir hrun var vægast sagt erfið á Íslandi. Ég reyndi mikið að fá einhverja vinnu og sótti um alls kyns störf. En fólk hristi bara höfuðið og sagði kurteisilega Nei. Þetta voru samt svo skrýtnir tímar því oft þegar ég var að fylgjast með öllu sem var að gerast í samfélaginu, fékk ég á tilfinninguna að frá Íslandi gætum við nánast gert allt sem við vildum. Ef við bara töluðum saman.“ Að sögn Bala má segja að hugmyndin að Startup Iceland hafi fæðst á þessum tíma. „Það var enginn á þessum tíma að nota orð eins og frumkvöðlar eða þekktu til viðburða eins og Startup. En ég sá strax tækifærin fyrir Ísland, sérstaklega á sviði tæknilausna og uppbyggingu tæknifyrirtækja. Ég setti mér það sem markmið á þessum tíma að mitt verkefni yrði hér eftir að tala fyrir nýsköpun og tengja fólk saman.“ Nú, þrettán árum síðar þarf enginn að spyrja út á hvað viðburðurinn Startup Iceland gengur. Enda er þetta stór og mikilvægur viðburður í heimi nýsköpunar á Íslandi. Eins og áður segir hefst dagskrá Startup Iceland klukkan 8.30 í Hörpu. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá HÉR en henni lýkur með sérstökum umræðufundi ráðstefnugesta við lykilfyrirlestra á milli klukkan 9-12 í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Síðar í júní, mun Bala deila með okkur góðum ráðum fyrir frumkvöðla sem vilja hitta fjárfesta og ráðum fyrir fjárfesta sem eru að skoða og meta nýsköpunarverkefni sem fjárfestingar. Við munum einnig heyra nánar af þeim nýsköpunarverkefnum sem Bala sjálfur fór að fjárfesta í, fljótlega eftir hrun.
Nýsköpun Tækni Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01
Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01
„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00
Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00