Helstu áherslur nýs hreins meirihluta D-listans voru kynntar á fundi í Tryggvagarði á Selfossi í dag. Þar kom m.a. fram að listinn mun hefja vinnu við gerð heildarstefnumótunar, sem markar leið sveitarfélagsins til framtíðar. Tækifærin séu mikil þótt verkefni næstu ára séu umfangsmikil í rekstri sveitarfélagsins eins og orkuöflun, uppbygging grunninniviða, skipulags- og atvinnumál, mennta-, frístunda og velferðarmál allra íbúa, ásamt fleiri þáttum, sem ný bæjarstjórn mun hafa að leiðarljósi á kjörtímabilinu.

Ný bæjarstjórn tekur formlega til starfa á fundi 8. júní
„Við munum vinna þétt saman að þeim krefjandi verkefnum og tækifærum, sem framundan eru. Þá er það stefna okkar að leitast ávallt við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjarstjórn, enda er samstarf og samvinna allra bæjarfulltrúa forsenda framfara og árangurs,“ segir Bragi Bjarnason, oddviti D-listans í Árborg.
