Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 17:30 Alls hafa 9.600 nýskráðir bílar verið keyptir það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent. Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent.
Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira