Sitthvað um hunda, en ekkert um leigjendur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar