Reyndar hefði vel getað verið um steggja-hrekk að ræða því Hannes ætlar að gifta sig í sumar. Fyrir utan brúðkaupið verður sumarið einnig annasamt en Hannes er einn þeirra sem sér um brugghúsið Brother Brewery í Vestmannaeyjum og þar er „aksjón allar helgar“ að hans sögn. „Fólk er þyrst í góðan bjór eftir covidið,“ segir hann. „Svo er einn bústaður sem þarf að smíða,“ bætir hann við og vinningstólin munu því nýtast vel enda eins gott, bústaðurinn er fyrir tilvonandi tengdaforeldra! „Maður þarf að vinna sér inn punkta,“ segir hann hress.
Hannes hlaut í verðlaun DeWalt 18v XR 6 vélasett að andvirði 340.000 króna frá Sindra og alklæðnað af fatnaði frá Blåkläder.
Þáttaka í Iðnaðarmanni ársins var frábær í ár og stóð dómnefnd frammi fyrir erfiðu vali milli einvalaliðs iðnaðarmanna um allt land. Átta iðnaðarmenn komust í gegnum forval dómnefndar og var hvert og eitt þeirra kynnt sérstaklega hér á Vísi. Þjóðin kaus svo á milli þeirra og bar Hannes sigur úr bítum. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt.