Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2022 06:23 Eggert lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi eftir farsæla forstjóratíð. Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann. Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann.
Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49