Dánartilkynning birtist bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. „Elsku hjartans hugrakki, yndislegi, hjálpsami og besti pabbi okkar, sonur, bróðir, tengdapabbi og mágur, Gylfi Bergmann Heimisson, lést laugardaginn 4. júní,“ segir í auglýsingunni.
Gylfi starfaði sem veitingamaður og stofnaði veitingavagninn Gastro Truck sem er meðal annars að finna í mathöllunum á Höfða og á Granda í Reykjavík.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á sunnudaginn karlmann í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við árásina.