Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:01 Breiðablik vann Selfoss í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Vísir/Diego Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira