Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:01 Breiðablik vann Selfoss í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Vísir/Diego Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira