Fundinum var streymt hér á Vísi en hægt er að horfa á hann í spilara hér neðar í fréttinni.
Fulltrúar lögreglunnar á fundinum voru Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Fengu aðgang að dulkóðuðum skilaboðum
Þrír eru nú í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglu í síðasta mánuði vegna gruns um framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni hér á landi. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þrír eru enn í varðhaldi.
Upp hafi komist um málin eftir að lögregla hafi fyrir tveimur árum fengið aðgang skeytasendingum íslenskra glæpamanna á dulkóðuðu forriti sem lögregla í Frakklandi hafi brotist inn í.
Við greindum einnig frá vendingum fundarins í textalýsingu hér að neðan.