Fyrsti laxinn er þegar farinn upp í gegnum teljarann og fleiri laxar sjást vel í ánni þar fyrir neðan í veiðistöðum eins og Teljarastreng, Sjávarfossi og sérstaklega á Breiðunni en þar voru alla vega 10 laxar í morgun.
Opnun Elliðaánna er beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf og það er samkvæmt venju Reykvíkingur ársins sem opnar ánna ásamt Borgarstjóra. Sala veiðileyfa í ánna hefur verið mjög góð en eitthvað er laust síðsumars í ánni. Ef göngur verða jafn góðar og maður vonar, sérstaklega eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni, gæti haustið verið frábært í ánni og þá sérstaklega fyrir stóra hænga en þeim vonandi fjölgar á næstu árum þar sem þeir lenda ekki lengur í plasti veiðimanna.