Procter og Gamble kenna Amy Schumer um túrtappaskort Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. júní 2022 13:01 Amy Schumer gerir grín að yfirlýsingu Procter og Gamble Getty/Kevork Djansezian, Getty/Jane Barlow Upp er kominn skortur á túrtöppum í Bandaríkjunum, en skorturinn virðist hafa ágerst á síðustu mánuðum. Stór framleiðandi kennir leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann og konur neyðist til að versla túrtappa á okurverði. Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi. Bandaríkin Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Ofurstinn flytur til Texas „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Sjá meira
Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi.
Bandaríkin Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Ofurstinn flytur til Texas „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Sjá meira