Fær 19 milljónir vegna ellefu mánaða gæsluvarðhalds að ósekju Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 16:17 Landsréttur birti dóminn síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkinu var í dag gert að greiða nígerískum karlmanni 19 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar er hann sætti í ellefu mánuði í tengslum við rekstur sakamáls sem lauk með tveggja mánaða fangelsisdómi. Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira