Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 23:35 Vivaldi vafrinn er íslenskt hugvit. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló en þróun vafrans fer líka fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Vísir Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto.
Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira