Fyrsta þáttaröðin, sem sýnd var í fyrra, fjallaði um nokkrar af 456 skuldsettum og örvæntingarfullum manneskjum sem fengnar voru til að taka þátt í einstökum útgáfum af barnaleikjum. Fólk þetta átti möguleika á að vinna fúlgur fjár en tap þýddi dauði.
Fólkið dó í massavís til að skemmta gömlum ríkum körlum.
Squid Game þótti varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar.
Sjá einnig: Barnaleikir eru dauðans alvara
Hwang Dong-hyuk, sem gerði þættina, tilkynnti þetta í yfirlýsingu sem hann gaf út í dag. Þar sagði hann að það hefði tekið tólf ár að gera fyrstu þáttaröðina en það hafi einungis tekið tólf daga að þættirnir yrðu þeir vinsælustu í sögu Netflix.
— Squid Game (@squidgame) June 12, 2022