Upptök stærsta skjálftans eru þremur kílómetrum norðnorðvestur frá Grindavík og fylgdu fjölmargir eftirskjálftar, sá stærsti mældist 2,9 að stærð.
Skjálftavirkninni fór þó minnkandi eftir það en samkvæmt vef Veðurstofunnar mældust margir litlir skjálftar allt til klukkan hálf fimm í morgun.
