„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 23:40 Birgir Jónsson er forstjóri Play. samsett/vísir Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“ Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49