Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 12:29 Spænska lögreglan segir Ómar hafa sent þremur barnanna barnaníðsefni með samskiptaforritinu WhatsApp. Guardia Civil Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin. Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin.
Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira