Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júní 2022 09:22 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu stýrivaxtahækkun sína þann 22. júní. Vísir/Sigurjón Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13
Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17