Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. júní 2022 10:30 Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun