Lífleg eða róleg viðskipti Baldur Thorlacius skrifar 16. júní 2022 14:24 Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar