Ráðgjafarnir eru lykilfólk SÁÁ Þráinn Farestveit skrifar 16. júní 2022 15:30 Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun