Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:02 Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun