Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:02 Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun