Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2022 19:25 Sylwia segir það mikinn heiður að hafa verið fjallkonan í ár. RÚV Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“ 17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“
17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira