Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2022 16:31 Katla Tryggvadóttir hefur mætt mjög öflug til leiks á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og staðið sig vel á miðjunni hjá Þrótti. vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira