Hollywood fréttir: Brad Pitt á síðustu metrunum sem leikari Heiðar Sumarliðason skrifar 23. júní 2022 14:30 Brad Pitt segist vera á síðustu metrunum í leiklistinni. Brad Pitt virðist í fullu fjöru, hann vann Óskar fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time in Hollywood árið 2020 og er í aðalhlutverki í einni af stærri myndum sumarsins, en segir þó hilla undir lok ferilsins. Í viðtali við GQ segist hann líta á það líkt og hann sé á lokaönn sinni, ef líkja ætti ferli hans við skólagöngu, og velti nú fyrir sér hvernig hann sjái lokahnykkinn fyrir sér. Það er þó nóg að gera hjá honum. Bullet Train kemur í kvikmyndahús síðar í sumar, en hún er hasarmynd frá David Leitch, leikstjóra Atomic Blonde. Rétt fyrir áramót birtist Pitt svo í kvikmyndinni Babylon, nýjustu mynd Damien Chazelle, sem síðast sendi frá sér hina vinsælu La La Land. Paramount Pictures sem framleiðir, telur Babylon vera sína helstu von um Óskarstilnefningar en hún fjallar um það þegar kvikmyndaiðnaðurinn færði sig frá þöglu myndunum yfir í talmyndir. Margot Robbie leikur hitt aðalhlutverkið. Aðsókn á Lightyear veldur vonbrigðum Aðsóknin á Toy Story afleggjarann Lightyear olli miklum vonbrigðum sl. helgi. Greiningardeild Comscore, sem spáir fyrir um aðsókn kvikmynda, var búin að áætla opnunarhelgi upp á 70-85 milljónir dollara en þegar uppi var staðið var innkoman aðeins 51 milljón. Paul Dergarabedian, sérfræðingur hjá Comscore, hafði ýmsar útskýringar á slappri aðsókn. Ein þeirra var sú að fólk væri orðið vant því að teiknimyndir væru frumsýndar á Disney+ og hafi ekki áttað sig á því að hún væri eingöngu í kvikmyndahúsum og ekki gert sér grein fyrir því að myndin tengdist Toy Story seríunni. Bósi og félagar. Hann var þó bjartsýnn fyrir framhaldið, þar sem engin ný fjölskyldumynd væri væntanleg í kvikmyndahús fyrr en Minions: The Rise of Gru kæmi 1. júlí. Því á Buzz Lightyear sviðið næstu vikuna. Top Gun Maverick fer yfir 900 milljóna markið Aðsóknin á Top Gun: Maverick hefur hins vegar farið fram úr björtustu vonum og fór yfir 900 milljón dollara markið sl. helgi. Eins og sakir standa er hún næst aðsóknarmesta mynd ársins, á eftir Doctor Strange in the Multiverse of Madness, en aðsóknin á hana stendur í 943 milljónum dollara. Maverick mun taka fram úr henni á komandi misserum. Heildartekjur hennar í Bandaríkjunum standa nú í 480 milljónum, sem gerir hana að næst tekjuhæstu myndinni í sögu Paramout Pictures kvikmyndaversins á eftir Titanic (sem reyndar var samframleiðsla með 20th Century Fox). Má Chris Pratt ekki tala fyrir Super Mario því hann er ekki Ítali? Einhver styr hefur staðið um þá ákvörðun að Chris Pratt hafi verið ráðinn til að tala fyrir ítalsk-ameríska píparann Super Mario í teiknimynd um tölvuleikjapersónuna. Netverjar hafa tekist á um hvort eðlilegt geti talist að leikari án ítalskrar arfleifðar tali fyrir persónuna. Forstjóri framleiðslufyrirtækisins Illumination, Chris Meledandri, sem framleiðir myndina, er sjálfur af ítölskum ættum og er rólegur yfir æsingnum: Þegar fólk heyrir í Chris Pratt í myndinni þá mun gagnrýnin hverfa. Kannski ekki algjörlega, því fólk elskar að láta í sér heyra, sem það á auðvitað að gera. Pratt er ekki Ítali og ekkert að pípa. Hann vill einnig meina að þar sem hann er sjálfur af ítölskum ættum sé hann fullfær um að taka þessa ákvörðun og er sannfærður um að öðrum Bandaríkjamönnum með sama bakgrunn, sem og Ítölum sjálfum, sé alveg sama um uppruna leikarans sem talar fyrir Mario. Anya Taylor-Joy og Charlie Day leika hin aðalhlutverkin. Myndin um Super Mario kemur í kvikmyndahús í apríl á næsta ári. Elvis og The Black Phone koma í kvikmyndahús Tvær nýjar kvikmyndir koma út í þessari viku, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Það eru ævisagan um Elvis frá leikstjóranum Baz Luhrman og hrollvekjan The Black Phone með Ethan Hawke í aðalhlutverki. Sýningar á báðum myndunum eru nú þegar hafnar á Íslandi. Sérfræðingar Comscore halda því þó fram að Top Gun: Maverick verði mögulega aftur mest sótta mynd Bandaríkjanna þessa helgi, en hún er með flesta fyrir fram selda miða í netsölu fyrir helgina. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að Maverick hefur verið sýnd í næstum heilan mánuð. Líklegt er talið að tekjur af Elvis fari rétt yfir 20 milljón dollara markið, sem hljóta að teljast ákveðin vonbrigði miðað við þær frábæru viðtökur sem hún hlaut þegar hún var frumsýnd á Cannes sl. vor. Vandinn sem blasir við kvikmyndinni um kónginn Elvis er að markhópur hennar hefur verið tregur til að heimsækja kvikmyndahús í kjölfar Covid, en mestur áhugi á henni er hjá frekar fullorðnum áhorfendum. Einhverjir sérfræðingar eru þó að spá því að hún fari yfir 30 milljón dollara markið þessa helgina. The Black Phone hefur fengið mjög góða dóma frá gagnrýnendum og er með töluvert hærri meðaleinkunn en flestar hrollvekjur: 85% fersk hjá Rotten Tomatoes. Tekjur af henni fyrstu sýningarhelgina verða líklega á milli 15 til 20 milljón dollarar. Hollywood Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í viðtali við GQ segist hann líta á það líkt og hann sé á lokaönn sinni, ef líkja ætti ferli hans við skólagöngu, og velti nú fyrir sér hvernig hann sjái lokahnykkinn fyrir sér. Það er þó nóg að gera hjá honum. Bullet Train kemur í kvikmyndahús síðar í sumar, en hún er hasarmynd frá David Leitch, leikstjóra Atomic Blonde. Rétt fyrir áramót birtist Pitt svo í kvikmyndinni Babylon, nýjustu mynd Damien Chazelle, sem síðast sendi frá sér hina vinsælu La La Land. Paramount Pictures sem framleiðir, telur Babylon vera sína helstu von um Óskarstilnefningar en hún fjallar um það þegar kvikmyndaiðnaðurinn færði sig frá þöglu myndunum yfir í talmyndir. Margot Robbie leikur hitt aðalhlutverkið. Aðsókn á Lightyear veldur vonbrigðum Aðsóknin á Toy Story afleggjarann Lightyear olli miklum vonbrigðum sl. helgi. Greiningardeild Comscore, sem spáir fyrir um aðsókn kvikmynda, var búin að áætla opnunarhelgi upp á 70-85 milljónir dollara en þegar uppi var staðið var innkoman aðeins 51 milljón. Paul Dergarabedian, sérfræðingur hjá Comscore, hafði ýmsar útskýringar á slappri aðsókn. Ein þeirra var sú að fólk væri orðið vant því að teiknimyndir væru frumsýndar á Disney+ og hafi ekki áttað sig á því að hún væri eingöngu í kvikmyndahúsum og ekki gert sér grein fyrir því að myndin tengdist Toy Story seríunni. Bósi og félagar. Hann var þó bjartsýnn fyrir framhaldið, þar sem engin ný fjölskyldumynd væri væntanleg í kvikmyndahús fyrr en Minions: The Rise of Gru kæmi 1. júlí. Því á Buzz Lightyear sviðið næstu vikuna. Top Gun Maverick fer yfir 900 milljóna markið Aðsóknin á Top Gun: Maverick hefur hins vegar farið fram úr björtustu vonum og fór yfir 900 milljón dollara markið sl. helgi. Eins og sakir standa er hún næst aðsóknarmesta mynd ársins, á eftir Doctor Strange in the Multiverse of Madness, en aðsóknin á hana stendur í 943 milljónum dollara. Maverick mun taka fram úr henni á komandi misserum. Heildartekjur hennar í Bandaríkjunum standa nú í 480 milljónum, sem gerir hana að næst tekjuhæstu myndinni í sögu Paramout Pictures kvikmyndaversins á eftir Titanic (sem reyndar var samframleiðsla með 20th Century Fox). Má Chris Pratt ekki tala fyrir Super Mario því hann er ekki Ítali? Einhver styr hefur staðið um þá ákvörðun að Chris Pratt hafi verið ráðinn til að tala fyrir ítalsk-ameríska píparann Super Mario í teiknimynd um tölvuleikjapersónuna. Netverjar hafa tekist á um hvort eðlilegt geti talist að leikari án ítalskrar arfleifðar tali fyrir persónuna. Forstjóri framleiðslufyrirtækisins Illumination, Chris Meledandri, sem framleiðir myndina, er sjálfur af ítölskum ættum og er rólegur yfir æsingnum: Þegar fólk heyrir í Chris Pratt í myndinni þá mun gagnrýnin hverfa. Kannski ekki algjörlega, því fólk elskar að láta í sér heyra, sem það á auðvitað að gera. Pratt er ekki Ítali og ekkert að pípa. Hann vill einnig meina að þar sem hann er sjálfur af ítölskum ættum sé hann fullfær um að taka þessa ákvörðun og er sannfærður um að öðrum Bandaríkjamönnum með sama bakgrunn, sem og Ítölum sjálfum, sé alveg sama um uppruna leikarans sem talar fyrir Mario. Anya Taylor-Joy og Charlie Day leika hin aðalhlutverkin. Myndin um Super Mario kemur í kvikmyndahús í apríl á næsta ári. Elvis og The Black Phone koma í kvikmyndahús Tvær nýjar kvikmyndir koma út í þessari viku, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Það eru ævisagan um Elvis frá leikstjóranum Baz Luhrman og hrollvekjan The Black Phone með Ethan Hawke í aðalhlutverki. Sýningar á báðum myndunum eru nú þegar hafnar á Íslandi. Sérfræðingar Comscore halda því þó fram að Top Gun: Maverick verði mögulega aftur mest sótta mynd Bandaríkjanna þessa helgi, en hún er með flesta fyrir fram selda miða í netsölu fyrir helgina. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að Maverick hefur verið sýnd í næstum heilan mánuð. Líklegt er talið að tekjur af Elvis fari rétt yfir 20 milljón dollara markið, sem hljóta að teljast ákveðin vonbrigði miðað við þær frábæru viðtökur sem hún hlaut þegar hún var frumsýnd á Cannes sl. vor. Vandinn sem blasir við kvikmyndinni um kónginn Elvis er að markhópur hennar hefur verið tregur til að heimsækja kvikmyndahús í kjölfar Covid, en mestur áhugi á henni er hjá frekar fullorðnum áhorfendum. Einhverjir sérfræðingar eru þó að spá því að hún fari yfir 30 milljón dollara markið þessa helgina. The Black Phone hefur fengið mjög góða dóma frá gagnrýnendum og er með töluvert hærri meðaleinkunn en flestar hrollvekjur: 85% fersk hjá Rotten Tomatoes. Tekjur af henni fyrstu sýningarhelgina verða líklega á milli 15 til 20 milljón dollarar.
Hollywood Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira