Svo virðist sem maður hafi þar skotið á bifreið á bílastæði fjölbýlishúss. Hann fór síðan inn í íbúð í blokkinni og hefur mikið lið lögreglu setið um húsið síðan.
Þá verður rætt við Seðlabankastjóra um vaxtastigið en peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka meginvexti bankans um eina prósentu, annað skiptið í röð.
Einnig fjöllum við um kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga sem kynnt var í morgun og ræðum við borgarfulltrúa sem vill að borgin fari að fordæmi yfirvalda í Helsinki og fjölgi félagslegum íbúðum og víkki út skilyrði þannig að fleiri geti nýtt sér slík úrræði.