Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2022 15:39 Myndin var tekin af konunni áður en henni var vísað úr landi. Mynd/No borders Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. Konunni var ásamt fjölskyldu sinni vísað úr landi í nóvember 2019 þegar hún var gengin 36 vikur á leið þrátt fyrir að vera með vottorð frá Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Brottvísuninni var harðlega mótmælt og gerði landlæknisembættið í kjölfarið alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að útgáfu vottorðs sem var forsenda þess að konan var send úr landi. Þar sagði meðal annars að læknir hafi ekki mátt gefa út vottorð um flugfærni konunnar án skoðunar. Fæddi barnið nokkrum dögum síðar Í samtali við fréttastofu staðfestir Claudia Ashonie Wilson, lögmaður hennar, að sátt hafi náðst í málinu á dögunum og að ríkið hafi viðurkennt bótaskyldu sína. Ekki fékkst upp gefið hversu háar bæturnar verða greiddar. Samtökin Réttur barna á flótta sem hafa ásamt No Borders og Solaris unnið að máli konunnar greindu frá niðurstöðunni á Facebook og segja að brottvísunin hafi reynt gríðarlega á hana. „Á því átakanlega, tæplega 20 klukkustunda ferðalagi sem lagt var á konuna var henni bannað að tjá sig við starfsfólk flugstöðva og flugvéla. Hún mátti ekki á neinn hátt útskýra stöðu sína. Lögreglan í Albaníu tók á móti þeim þegar þangað var komið og voru þau í haldi hennar þar til konan var lögð inn á spítala og barn hennar fæddist nokkrum dögum síðar.“ Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Konunni var ásamt fjölskyldu sinni vísað úr landi í nóvember 2019 þegar hún var gengin 36 vikur á leið þrátt fyrir að vera með vottorð frá Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Brottvísuninni var harðlega mótmælt og gerði landlæknisembættið í kjölfarið alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að útgáfu vottorðs sem var forsenda þess að konan var send úr landi. Þar sagði meðal annars að læknir hafi ekki mátt gefa út vottorð um flugfærni konunnar án skoðunar. Fæddi barnið nokkrum dögum síðar Í samtali við fréttastofu staðfestir Claudia Ashonie Wilson, lögmaður hennar, að sátt hafi náðst í málinu á dögunum og að ríkið hafi viðurkennt bótaskyldu sína. Ekki fékkst upp gefið hversu háar bæturnar verða greiddar. Samtökin Réttur barna á flótta sem hafa ásamt No Borders og Solaris unnið að máli konunnar greindu frá niðurstöðunni á Facebook og segja að brottvísunin hafi reynt gríðarlega á hana. „Á því átakanlega, tæplega 20 klukkustunda ferðalagi sem lagt var á konuna var henni bannað að tjá sig við starfsfólk flugstöðva og flugvéla. Hún mátti ekki á neinn hátt útskýra stöðu sína. Lögreglan í Albaníu tók á móti þeim þegar þangað var komið og voru þau í haldi hennar þar til konan var lögð inn á spítala og barn hennar fæddist nokkrum dögum síðar.“
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira