Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú starfsemi útibús Danske bank í Eistlandi en það er talið hafa tekið þátt í einu stærsta peningaþvættismáli sem sögur fara af. Áætlað er að meira en 200 milljarða evra, jafnvirði hátt í 28 þúsund milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibúið. Því hefur nú verið lokað.
Konan sem var dæmd í fangelsi í dag heitir Camilla Christiansen og er 49 ára gamall lítháskur ríkisborgari. Hún starfaði fyrir ráðgjafarfyrirtæki en játaði sig seka um að hafa þvættað í kringum fjóra milljarða evra, jafnvirði um 557 milljarða íslenskra króna, í gegnum fjörutíu samlagsfélög. Öll félögin voru með reikning í eistneska útibúi Danske bank frá 2008 til 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Christiansen verður vísað frá Danmörku eftir að hún afplánar fangelsisdóma sína.