Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2022 11:52 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta leyst framboðsvandann á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum og þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum á meðan verðið sé í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20