Gleðilegt sumar! Drífa Snædal skrifar 24. júní 2022 14:01 Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun