Matarkarfan og landbúnaðurinn Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2022 22:19 Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun