Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 18:42 Stelpurnar frá JSB eru ekki sáttar. Aðsend Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira