
Dans

Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs
Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum.

Leitar enn að fallegasta stað í heimi
„Dansinn hefur alltaf átt hug minn og síðustu sex ár hefur hann spilað stærra hlutverk í mínu lífi. Ég fór að vinna töluvert meira í greininni, bæði með því að koma fram sjálf en einnig sem danshöfundur,“ segir listakonan og flugfreyjan Aníta Rós Þorsteinsdóttir sem stofnaði nýverið viðburðarfyrirtækið Uppklapp.

Stormur fellur á prófinu
Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni.

Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics
Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square
Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans
Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

Plottað um heimsyfirráð eða dauða
Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum.

Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum
„Ég upplifði drauminn þegar ég fékk að dansa á Þjóðhátíð með Patrik Atlasyni og draumurinn var toppaður þegar ég dansaði á fimm tónleikum með Iceguys í Laugardalshöll núna í desember,“ segir Sóley Bára Þórunnardóttir viðtali við Makamál.

Dans Laufeyjar kominn í Fortnite
Fortnite-spilurum gefst nú tækifæri til að kaupa dansspor Laufeyjar Línar og dansa eins og tónlistarkonan í tölvuleiknum.

Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina
Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði.

Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík
Jóhannes Lafontaine gefur í dag út plötuna Movem og heldur í tilefni af því útgáfupartý á Radar. Platan er gefin út á útgáfumerki Exos, Planet X.

Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl
„Þegar við frumsýnum svona flaggskip þá tjöldum við öllu til, þetta er goðsagnakenndur bíll sem á stóran stað í hjarta margra. Okkar markmið var að skapa hughrif og tilfinningar og það tókst. Fólk fékk gæsahúð,“ segir Sigrún Ágústa Helgudóttir, vörumerkjastjóri Mercedes-Benz, en hún fékk listræna stjórnandann Stellu Rósenkranz til að hanna opnunaratriði frumsýningar Öskju á rafmögnuðum G-Class.

Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn
Ballettheimurinn syrgir nú einn helsta karlkynsballettdansara heims eftir að tilkynnt var um andlát hins 39 ára Vladimir Shklyarov.

Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta
Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur ákveðið að setja breikdansskóna sína upp á hillu og hætta að keppa í íþróttinni.

„Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“
„Það er eitthvað töfrandi við það að leyfa sér að vera eins og barn,“ segir tónlistarkonan, danshöfundurinn og nýsköpunarfræðingurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Hún var að frumsýna dansverkið Hverfa í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um helgina á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og stemningin var í hæstu hæðum.

Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni
Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París.

Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember
Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó
Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012.

Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu
Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig.

„Stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði“
Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun.

Prince-dansarinn Cat er látinn
Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum
Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi?

Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba
Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands.

Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt
Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum.

Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum
Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa.

Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt
Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga.

Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun
Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir.

Raygun svarar gagnrýnisröddum
Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið.

Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum
Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu.

Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti
Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum.