Hvað eru mörg fífl í heiminum? Arna Pálsdóttir skrifar 27. júní 2022 07:01 „Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun