Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2022 12:54 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“ Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Stúlkur sem æfa dans hjá JSB áttu flug með Play til Madridar þar sem til stóð að keppa á alþjóðlegu dansmóti en aflýsa þurfti Madrídarfluginu með skömmum fyrirvara vegna tjóns á flugvél Play. Hópur Íslendinga sem sótti hundasýningu lenti líka í vandræðum því hann átti flug með sömu vél frá Madrid til Keflavíkur í gærkvöldi. Aflýsa þurfti því flugi einnig og þurftu farþegarnir að verða sér úti um gistingu í Madrid. Nadine segir að allt sé reynt til að koma farþegum á leiðarenda. Hluti danshópsins hafi flogið út í morgun með öðru flugfélagi. „Við lendum semsagt í því fyrir helgi að það er rekist utan í vél hjá okkur á einum af útiflugvöllunum. Staðan er bara þannig í dag að það er mjög mikil mannekla í fluggeiranum og það veldur því að vélin er lengur í viðgerð en í venjulegu árferði en vélin er komin aftur í notkun núna. Við fengum hana í dag. Þetta varð til þess að við þurftum því miður að aflýsa Madridarfluginu í gær. Þetta er allra síðasta úrræðið. Við reynum allt áður.“ Erfitt sé að fá leiguvélar, bæði vegna manneklu og háannatíma í fluginu. Kvartað hefur verið yfir stopulu upplýsingaflæði til farþega. Nadine segir að farþegar fái að vita um leið og upplýsingar liggja fyrir um stöðu viðkomandi flugferðar. „Þegar svona gerist þá vilja allir tala við þjónustuaðila hjá okkur á sama tíma þannig að það er rosalega mikið álag á okkur þannig að við reynum að hafa þann háttinn á að við sendum skilaboð um leið og við erum með frekari upplýsingar.“ Tilvik sem þessi séu sjaldgæf. „Fólk kannski heldur að við séum með mjög lítið leiðarkerfi og að þetta sé stór hluti af ferðunum okkar en við erum að fara hátt í þrjátíu flugferðir á dag með hátt í fjögur þúsund farþega þannig að svona atvik koma fyrir örsjaldan. Auðvitað er ömurlegt þegar það gerist en við reynum okkar allra besta til að sinna þjónustu við fólkið.“ Í þeim tilfellum sem flugfélagið þarf að aflýsa flugi þá: „stendur fólki til boða að fá fulla endurgreiðslu og það á líka rétt á bótum sem eru nokkur hundruð Evrur svo við leikum okkur aldeilis ekki að því að gera þetta svona.“
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. 26. júní 2022 18:42
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34