Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:59 Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Carbfix Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán. Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán.
Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31