Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 29. júní 2022 08:56 Verslunarmiðstöð í Kremenchuk varð fyrir eldflaug í fyrradag. AP Photo/Efrem Lukatsky Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira