Jóhann Páll slær á orðróm um varaformannsframboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2022 16:29 Jóhann Páll tók sæti á Alþingi eftir kosningar í september. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29