Það var Hugrún Pálsdóttir sem kom Tindastóli yfir gegn FH í Hafnarfirðinum í kvöld með marki á 22. mínútu og sá til þess að staðan var 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Eftir þunga sókn heimakvenna í síðari hálfleik var það svo hún Telma Hjaltalín Þrastardóttir sem jafnaði metin fyrir FH-inga á 83. mínútu og tryggði liðinu 1-1 jafntefli.
FH og Tindastóll sitja því enn í efstu tveimur sætum deildarinnar, en bæði lið hafa náð í 20 stig. FH er þó með betri markatölu og hafa leikið einum leik minna.
Þá skoraði Sigdís Eva Bárðardóttir bæði mörk Víkings er liðið vann 0-2 sigur gegn Fjölni fyrr í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu tímabundið upp í annað sæti deildarinnar, en eftir jafntefli FH og Tindastóls sitja Víkingar í þriðja sæti með 19 stig. Fjölnir situr hins vegar í næst neðsta sætinu með fjögur stig.
Að lokum gerðu Grindavík og Fylkir markalaust jafntefli í Grindavík, en liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Grindavík er með átta stig eftir níu leiki, en Fylkir sjö stig eftir átta leiki