Sjö dagar í EM: Yngsti leikmaður landsliðsins heldur ekki upp á nítján ára afmælið fyrr en í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2022 11:00 Amanda Jacobsen Andradóttir í fyrsta byrjunarlandsleik sínum sem var á móti Kýpur í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin unga og efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir á sviðið í dag. Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk. EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira