Katrín Tanja og Sara Sigmundsdóttir tóku þátt á Last Chance undankeppninni sem var þeirra síðasti séns til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Katrín Tanja átti ágætis möguleika fyrir síðustu greinar undankeppninnar á meðan Sara var svo gott sem úr leik.
Eftir greinar kvöldsins er hins vegar ljóst að Katrín Tanja kemst ekki á sína áttundu heimsleika í röð.
Þetta eru þriðju leikarnir í röð sem Sara missir af. Hún komst ekki áfram í lokaúrslitin 2020 en vegna kórónuveirunnar komust þá bara fimm í úrslitin. Í fyrra missti hún síðan af öllum tímabilinu eftir krossbandsslit.