Fólk gleymi þreytunni í gleðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2022 11:57 45 lið eru skráð til leiks á Pollamótinu í ár. Pollamótið Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni. Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“ Akureyri Fótbolti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“
Akureyri Fótbolti Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent