Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júlí 2022 16:30 Hikaru Nakamura hefur streymt skákum við miklar vinsældir síðustu ár. Miguel Pereira/Getty Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum. Skák Bandaríkin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum.
Skák Bandaríkin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira