Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júlí 2022 14:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20