Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 15:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. „Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær,“ segir í kveðju borgarstjóra. Enn fremur segir í kveðjunni að það veki óhug „að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi.“ Tengsl borganna tveggja séu sérlega sterk og hugur Reykvíkinga séu hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi „þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína.“ Undir lok kveðjunnar segir að á tímum sem þessum sé sérstaklega mikilvægt „að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.“ Íslendingar standi með Dönum Í gærkvöldi sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, einnig kveðjur til Danmerkur. Í færslu sem hún birti á Twitter sagði hún fréttirnar frá Kaupmannahöfn vera nístandi og að danska þjóðin væri í hugum Íslendinga. Undir lok færslunnar sagði hún svo: „Við stöndum með ykkur.“ Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022 Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær,“ segir í kveðju borgarstjóra. Enn fremur segir í kveðjunni að það veki óhug „að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi.“ Tengsl borganna tveggja séu sérlega sterk og hugur Reykvíkinga séu hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi „þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína.“ Undir lok kveðjunnar segir að á tímum sem þessum sé sérstaklega mikilvægt „að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.“ Íslendingar standi með Dönum Í gærkvöldi sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, einnig kveðjur til Danmerkur. Í færslu sem hún birti á Twitter sagði hún fréttirnar frá Kaupmannahöfn vera nístandi og að danska þjóðin væri í hugum Íslendinga. Undir lok færslunnar sagði hún svo: „Við stöndum með ykkur.“ Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46
Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02
Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33
Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25