Allir stjórnarmenn Festi tilnefndir til áframhaldandi setu Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 10:25 Hluthafafundurinn fer fram í höfuðstöðvum Festi þann 14. júlí næstkomandi. Stöð 2/Egill Tilnefningarnefnd Festi hefur skilað inn skýrslu sinni til stjórnar félagsins. 21 bauð sig fram í stjórn og tilnefningarnefnd tilnefnir níu frambjóðendur til stjórnar sem fimm skipa, þar af alla núverandi stjórnarmenn. Í skýrslu nefndarinnar segir að í viðræðum óháðu nefndarmannanna að undanförnu við stóra hluthafa, bæði lífeyrissjóði og einkafjárfesta, hafi komið skýrt fram að eindreginn vilji sé meðal þeirra til frekari breytinga. Þó séu mismunandi og óljósari skoðanir á því hvernig stjórnin í heild eigi að vera skipuð. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá er kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Samt sem áður hefur tilnefningarnefnd tilnefnt alla núverandi stjórnarmenn til áframhaldandi stjórnarsetu auk fjögurra annarra. Fimm skipa stjórn Festi en stjórnarkjör verður opið öllum og því er skýrsla tilnefningarnefndar aðeins ráðgefandi. „Tilmæli stjórnar um að nefndin geri tillögu um fleiri stjórnarmenn en fimm í þetta sinn voru íhuguð gaumgæfilega og rædd við hluthafa. Sýndist sitt hverjum. Eftir að skýrsla nefndarinnar er birt eru fjórir dagar uns frestur til framboða rennur út að morgni 9. júlí. Sú leið er greið bæði fyrir ný framboð og þá einstaklinga sem þegar hafa skilað framboðum en tillaga okkar nær ekki til,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þá segir nefndin að sjónarmið ólíkra hluthafa séu svo ósamrýmanleg að opin kosning sé ein fær leiða. Tillögur tilnefningarnefndar auk rökstuðnings: Ástvaldur Jóhannsson: sterkur í að meta viðskiptatækifæri, víðtæk reynsla af breytingastjórnun og með bakgrunn í tæknigeira. Björgólfur Jóhannsson: reynsla úr mörgum greinum atvinnulífsins, sterk samfélagsvitund, þekkir Festi og þá sérstaklega fjármálahliðina, óbeint eignarhald marktæks hlutar í Festi. Guðjón Reynisson: víðtæk þekking á markaðsmálum smásölu í alþjóðlegu samhengi, eigandi marktæks hlutar í Festi. Magnús Júlíusson: mikil þekking á orkumarkaði, sjálfbærni, umhverfismálum, stjórnsýslu og uppbyggingu fyrirtækja. Margrét Guðmundsdóttir: alþjóðleg reynsla í olíuviðskiptum og markaðssetningu á fyrirtækja- og neytendamarkaði, mannauðsstjórnun og leiðtogaþjálfun. Sigurlína Ingvarsdóttir: stefnumótun fyrir fyrirtæki og vörur, víðtæk reynsla á stafrænum markaði og mismunandi geirum, skynbragð á mismunandi viðhorf kynslóða gagnvart fyrirtækjum. Sigrún Hjartardóttir: víðtæk þekking úr fyrirtækjaráðgjöf, áhersla á sjálfbærni og sjálfstæð gagnrýnin hugsun í takt við yngra athafnafólk. Þórdís Jóna Sigurðardóttir: fjármálastjórnun, innleiðingu stefnumótunar og góðra stjórnarhátta, áhersla á nýsköpun og valdeflingu starfsfólks. Þórey G. Guðmundsdóttir: víðtæk fjármálaþekking og jafnframt reynsla í ferðaþjónustuiðnaði. Kauphöllin Festi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í skýrslu nefndarinnar segir að í viðræðum óháðu nefndarmannanna að undanförnu við stóra hluthafa, bæði lífeyrissjóði og einkafjárfesta, hafi komið skýrt fram að eindreginn vilji sé meðal þeirra til frekari breytinga. Þó séu mismunandi og óljósari skoðanir á því hvernig stjórnin í heild eigi að vera skipuð. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá er kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Samt sem áður hefur tilnefningarnefnd tilnefnt alla núverandi stjórnarmenn til áframhaldandi stjórnarsetu auk fjögurra annarra. Fimm skipa stjórn Festi en stjórnarkjör verður opið öllum og því er skýrsla tilnefningarnefndar aðeins ráðgefandi. „Tilmæli stjórnar um að nefndin geri tillögu um fleiri stjórnarmenn en fimm í þetta sinn voru íhuguð gaumgæfilega og rædd við hluthafa. Sýndist sitt hverjum. Eftir að skýrsla nefndarinnar er birt eru fjórir dagar uns frestur til framboða rennur út að morgni 9. júlí. Sú leið er greið bæði fyrir ný framboð og þá einstaklinga sem þegar hafa skilað framboðum en tillaga okkar nær ekki til,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þá segir nefndin að sjónarmið ólíkra hluthafa séu svo ósamrýmanleg að opin kosning sé ein fær leiða. Tillögur tilnefningarnefndar auk rökstuðnings: Ástvaldur Jóhannsson: sterkur í að meta viðskiptatækifæri, víðtæk reynsla af breytingastjórnun og með bakgrunn í tæknigeira. Björgólfur Jóhannsson: reynsla úr mörgum greinum atvinnulífsins, sterk samfélagsvitund, þekkir Festi og þá sérstaklega fjármálahliðina, óbeint eignarhald marktæks hlutar í Festi. Guðjón Reynisson: víðtæk þekking á markaðsmálum smásölu í alþjóðlegu samhengi, eigandi marktæks hlutar í Festi. Magnús Júlíusson: mikil þekking á orkumarkaði, sjálfbærni, umhverfismálum, stjórnsýslu og uppbyggingu fyrirtækja. Margrét Guðmundsdóttir: alþjóðleg reynsla í olíuviðskiptum og markaðssetningu á fyrirtækja- og neytendamarkaði, mannauðsstjórnun og leiðtogaþjálfun. Sigurlína Ingvarsdóttir: stefnumótun fyrir fyrirtæki og vörur, víðtæk reynsla á stafrænum markaði og mismunandi geirum, skynbragð á mismunandi viðhorf kynslóða gagnvart fyrirtækjum. Sigrún Hjartardóttir: víðtæk þekking úr fyrirtækjaráðgjöf, áhersla á sjálfbærni og sjálfstæð gagnrýnin hugsun í takt við yngra athafnafólk. Þórdís Jóna Sigurðardóttir: fjármálastjórnun, innleiðingu stefnumótunar og góðra stjórnarhátta, áhersla á nýsköpun og valdeflingu starfsfólks. Þórey G. Guðmundsdóttir: víðtæk fjármálaþekking og jafnframt reynsla í ferðaþjónustuiðnaði.
Kauphöllin Festi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira