Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:07 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira